
HönnunarMars 2021 fer fram í maí
Mars færist fram í maí 2021! Stærsta hönnunarhátíð landsins HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí 2021.
29. október 2020

Reglugerð um hlutdeildarlán og umsögn Arkitektafélags Íslands
Arkitektafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við drög að reglugerð um hlutdeilarlán.
28. október 2020

Reykjavíkurborg auglýsir eftir hönnunarteymum til að móta göngugötur
Vilt þú móta göngugötur? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þverfaglegum og skapandi teymum til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur til 11. nóvember
28. október 2020

„Að hanna kerfi sem sinnir mjög ólíkum þörfum“
Teymið Kolofon&co var fyrr i haust valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Vinnan er nú í fullum gangi og að mörgu að huga í svona stóru verkefni. Hér má fá smá innsýn inn í vinnuna bakvið tjöldin frá Gerði Jónsdóttur og Herði Lárussyni, verkefnastjórum verkefnisins.
28. október 2020

Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út
Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út og má lesa hér. Þar er finna allskonar fróðleik sem tengist undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmdinni, en óhætt er að segja að ýmislegt hafi gengið á í aðdraganda þessarar stærstu hönnunarhátíðar landsins sem fór fram í tólfta sinn á þessu ári.
21. október 2020

Harpa óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum
Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni er vilji til að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.
16. október 2020

Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu - óskað eftir tilnefningum
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra
14. október 2020

Fjöregg vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm
Útsýnisskúlptúrinn Fjöregg er vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm en tillagan er unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg.
14. október 2020

Yfirborð vekur upp faglega og gagnlega umræðu um umhverfið
Verkefnið Yfirborð er tilraunakennd rannsókn, leidd áfram af Magneu Guðmundsdóttur, arkitekt og Brynhildi Pálsdóttur, hönnuði. Tilgangur þess er að fá yfirsýn yfir efnisnotkun á yfirborði og skilja ástæður fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár á ytra byrði bygginga.
13. október 2020

Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út
Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
5. október 2020

Endurmenntun fyrir arkitekta hjá EHÍ
Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á fjölda spennandi námskeiða nú í haust. Minnum á að félagsmenn fá 20% afslátt af tveimur námskeiðum af eigin vali á þessari önn.
2. október 2020

Útskriftarnemar í meistaranámi LHÍ taka þátt í Dutch Design Week
Útskriftarárgangur meistaranema í hönnun 2020 frá Listaháskóla Íslands tekur þátt í Dutch Design Week 2020 með útskriftarsýningu sinni HOW LONG WILL IT LAST?
2. október 2020

Endurmenntun HÍ - sérkjör til félagsmanna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá haustmisseris hjá Endurmenntun.
2. október 2020

122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október
Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.
24. september 2020

Sýningin PREFAB/FORSMÍÐ opnar á Seyðisfirði
Á sýningunni eru sýnd forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrif byggingarlistar á líf okkar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð manngerðs umhverfis. Sýningin opnar 26. september í sýningarsal Skaftfells, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði.
23. september 2020

Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA
Viðburðurinn "Nordic City Solutions in North America” er stafrænt hakkaþon á vegum Nordic City Solutions haldið 13. október til 19. nóvember nk. Um er að ræða fimm þróunarverkefni þar sem óskað er eftir norrænum fyrirtækjum til að hanna eða bjóða lausnir á sínum sérfræðisviðum í samstarfi við fyrirtæki frá Bandaríkjunum og Kanada.
21. september 2020

Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020?
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í nóvember en þetta er í sjöunda sinn sem þau verða veitt. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið af fjölbreyttum toga og frá ýmsum sviðum hönnunar og arkitektúrs.
19. september 2020

Hver fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020?
Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn árið 2015 en þau fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.
18. september 2020

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
17. september 2020

„Blokkin sem breytir um lit“ Tvíhorf arkitektar hljóta umhverfisviðurkenningu Kópavogsbæjar 2020
Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og fráganga fjölbýlishússins að Álalind 14.
27. ágúst 2020
