
Gleði og gaman á ársfundi
Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram í Grósku þann 22. júní síðastliðinn. Bergur Finnbogason stjórnaði fundinum þar sem gestum gafst innsýn inn í starfssemi Jarðgerðafélagsins, Halla Helgadóttir fór yfir viðburðarríkt ár Miðstöðvarinnar og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra kynnti drög að nýrri Hönnunarstefnu stjórnvalda.
27. júní 2022

Húsameistari í hálfa öld - Einar Erlendsson og verk hans
Björn G. Björnsson heiðrar minningu húsmeistarans Einars Erlendssonar með nýrri bók þar sem störf hans og verk eru gerð skil. Einar átti farsæla starfsævi í hálfa öld en hann var aðstoðarmaður bæði Rögnvaldar Ólafssonar og Guðjóns Samúelssonar.
24. júní 2022

Hugmynd að nýju framtíðarskipulagi fyrir Breiðina kynnt
Mánudaginn 27. júní kl. 15:00 mun Breið þróunarfélag í samstarfi við Brim hf., Akraneskaupstað og Arkitektafélag Íslands kynna niðurstöður hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Breiðarinnar.
22. júní 2022

Sjálfbær ferðamennska í norðri - myndbönd
Á heimasíðu verkefnisins NatNorth má finna kynningarmyndbönd sem sýna með skýrum, einföldum og áhugaverðum hætti stefnumótandi niðurstöður þriggja verkefna, Design in Nature, Clean Energy og Nature Conservation.
23. júní 2022

Sjálfbær ferðamennska í norðri á HönnunarMars
Á HönnunarMars í maí fór fram samtal um hönnun, hreina orku og náttúruvernd í Grósku sem kynnti verkefnin Hönnun í náttúru, Hrein orka og Náttúruvernd sem eru angar af formennskuverkefni Íslands árið 2019 í Norrænu ráðherranefndinni undir yfirskriftinni Gagnvegir góðir. Um var ræða viðburð sem kynnti hreina orku og ábyrga hönnun í þágu náttúrunnar.
21. júní 2022

Opið fyrir styrktarumsóknir hjá Myndstef
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst, umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartímaverða ekki teknar gildar. Veittir eru ferða-og menntunarstyrkir og verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar
17. júní 2022

Innflutningsboð hjá Módelsmiðum
Innflutningsboð hjá módelsmiðunum Snorra Frey Vignissyni og Láreyju Huld Róbertsdóttur í Hönnunarsafni Íslands fimmtudaginn 16. júní milli 16:30 - 18:00. Tilgangur verkefnisins er að rýna í teikningar á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929 - 2017) og gera vönduð módel eftir völdum teikningum sem aldrei urðu að byggingum.
15. júní 2022

Mótun nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda
Vinnufundur vegna nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda fór fram í lok maí í Grósku en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur tekið að sér að halda utan um vinnu við gerð nýrrar Hönnunarstefnu í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið.
15. júní 2022

Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fer fram þann 22. júní næstkomandi milli kl. 17 - 18.30 í Grósku. Öll velkomin.
14. júní 2022

Lista- og hönnunarhátíðin Rusl Fest fer fram dagana 27. júní - 2. júlí
RUSL FEST er lista og hönnunarhátíð í Gufunesi, nýju skapandi hverfi Reykjavíkurborgar. Hátíðin leggur áherslu á hringrásarhugsun í samhengi menninga, lista og hönnunar með sérstaka áherslu á byggingariðnaðinn. Vikulöng hátíðin, dagana 27. júní - 2. júlí, samanstendur af vinnustofum, viðburðum, sýningum, fyrirlestrum og tónleikum.
14. júní 2022

Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?
Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective sem sérhæfa sig í veggspjöldum og leggur það upp úr fallegri og tímalausri hönnun. Vel valdir listamenn hafa skapað veggspjöld fyrir hönd Paper Collective sem skreyta í dag mörg heimili um allan heim. Skilafrestur til 23. júní.
27. maí 2022

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs boðið í evrópusamtök hönnunarfélaga BEDA
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur gengið í BEDA - evrópusamtök hönnunarfélaga sem er liður í að styrkja alþjóðlegt samstarf og tengingar Miðstöðvarinnar.
23. maí 2022

Ný drög að leiðbeiningum um brunavarnir-Óskað eftir athugasemdum
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gefið út ný drög að leiðbeiningum um brunavarnir. Hagsmunaaðilum gefst nú kostur á að kynna sér efni leiðbeininganna og senda athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur.
23. maí 2022

Arkitektúrdeild LHÍ býður félagsmönnum AÍ á leiðsögn um sýningu
Arkitektúrdeild LHÍ býður öllum félagsmönnum AÍ á leiðsögn um verk BA-útskriftarnema sunnudaginn 22. maí kl. 15.00.
18. maí 2022

Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Arkitektinn og hönnunarfræðingurinn Christopher Alexander
Á þriðjudagsfyrirlestri AÍ í maí mun Trausti Valsson halda minningarfyrirlestur um arkitektinn og hönnunarfræðinginn Christopher Alexander.
28. apríl 2022




