
Kynningarfundur á höfundarétti arkitekta
8. nóvember 2021

Helga Valfells og Andri Snær Magnason taka sæti í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Ný stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs hefur tekið til starfa en hana skipa Kristján Örn Kjartansson, arkitekt formaður stjórnar, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, innanhússarkitekt varaformaður, Þórunn Hannesdóttir vöruhönnuður, Andri Snær Magnason, rithöfundur og Helga Valfells, fjárfestir og eigandi Crowberry Capital.
4. nóvember 2021

Hönnunarverðlaunum Íslands 2021 fagnað í Grósku
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fór fram með hátíðlegum hætti þann 29. október í Grósku. Fjölmennt og góðmennt var á viðburðinum en kynnir kvöldsins var Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona og plötusnúðurinn og hönnuðurinn Digital Sigga hélt uppi stuðinu eftir.
3. nóvember 2021

Skipulagsdagurinn 2021
2. nóvember 2021

Samtal um framtíð byggða á hönnun, hugviti og nýsköpun
Í tilefni af afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fór fram samtal um framtíð byggða á hönnun, hugviti og nýsköpun undir stjórn Hrundar Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Snörp erindi frá tilnefndum verkefnum og svo fróðlegar pallborðumræður.
2. nóvember 2021

Við erum öll almannavarnir fær sérstakt hrós dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands 2021
Við erum öll almannavarnir fær sérstakt hrós dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Verðlaunaafhendingin fór fram í Grósku þann 29. október við hátíðlega athöfn fyrir fullum sal gesta.
1. nóvember 2021

Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021 er Gunnar Magnússon, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með hátíðlegum hætti þann 29. október. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Gunnari Magnússyni, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Afkomendur Gunnars tóku á móti verðlaunum fyrir hans hönd, þar sem hann átti ekki heimangengt.
29. október 2021

CCP hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2021
Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2021 á Hönnunverðlaunum Íslands hlýtur fyrirtækið CCP Games. Það var Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins sem veitti forsvarsmönnum CCP viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Grósku.
29. október 2021

Sigurður Oddsson, Matthías Rúnar Sigurðsson og Gabríel Benedikt Bachmann hljóta Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞
Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti 29. október í Grósku. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti hönnuðinum Sigurði Oddssyni, myndhöggvaranum Matthíasi Rúnari Sigurðssyni og þrívíddarhönnuðinum Gabríel Benedikt Bachmann Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir verkefnið Hjaltalín - ∞.
29. október 2021

Notkun timburs í arkitektúr með áherslu á íslenskt efni
29. október 2021

Sjáumst á Hönnunarverðlaunum Íslands 2021
Nú styttist í gleðina í Grósku í tilefni af Hönnunarverðlaunum Íslands 2021. Hrund Gunnsteinsdóttir , framkvæmdastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni stýrir Samtalinu og pallborðsumræðum og Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona sér um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fer fram í kjölfarið. Húsið opnar 15.
27. október 2021

Opið fyrir umsóknir í frumkvöðlasjóð Íslandsbanka
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum.
19. október 2021

Þetta er íslensk hönnun
Í vikunni fór af stað einstakt átak þar sem vakin er athygli á íslenskri hönnum en það er Eyjólfur Pálsson, gjarna kenndur við Epal sem stendur að baki átakinu sem ætlað er að gera fjölbreytileika íslenskrar hönnunar sýnilegar með auglýsingum á umhverfismiðlum um allt höfuðborgarsvæðið.
19. október 2021

Leiðarhöfði - Forval vegna skipulags og hönnunar áfangastaðar/íbúðabyggðar
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna hugmyndaleitar um skipulag og hönnun áfangastaðar/íbúðabyggðar við Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
18. október 2021

Laugavegur - annar fyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmyndar LHÍ
Annar fyrirlestur Sneiðmyndar - sameiginlegrar fyrirlestrarraðar arkitektúr- og hönnunardeilda Listaháskóla Íslands - verður haldinn miðvikudaginn 20. október næst komandi. Þar munu Anna Dröfn Ágústsdóttir, fagstjóri fræða við Hönnunardeild, og Guðni Valberg, arkitekt, fjalla um bókina Laugavegur. Í henni er byggingar- og verslunarsaga aðalgötunnar sögð í máli og myndum.
18. október 2021

Vegrún kynnt á ráðstefnu Slysavarnarfélagsins Landsbjörg
Vegrún, merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði, verður með kynningu á morgun, laugardaginn 16. október á ráðstefnu Slysavarnarfélagsins Landsbjörgu sem fer fram á Grand hótel. Gerður Jónsdóttir, verkefnastjóri Góðra leiða og Atli Þór Árnason, hönnuður Kolofon, sem sáu um hönnun merkingarkerfisins sjá um kynninguna.
15. október 2021

Þykjó tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021
Hönnunarverkefnið Þykjó eftir hönnuðina Sigríði Sunnu Reynisdóttur, Ninnu Þórarinsdóttur, Sigurbjörgu Stefánsdóttir og Erlu Ólafsdóttur hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Nú er búið að tilkynna allar fimm tilnefningar til verðlaunanna í ár. Afhendinga og málþing því tengt fer fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Nánari upplýsingar síðar.
9. október 2021



