
Gleðin við völd á úthlutun Hönnunarsjóðs í Grósku
Gleðin var við völd á seinni úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2021. Hér má sjá brot af stemmingunni í Grósku miðvikudaginn 6. október. Ljósmyndari: Víðir Björnsson.
8. október 2021

Samtök skapandi greina blása til sóknar
Samtök skapandi greina eru breiður samráðsvettvangur, sem ætlað er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og standa vörð um þessar greinar á Íslandi. Er þar átt við listir, sköpun, hugverk og menningu, sem og atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast.
7. október 2021

Söluhús við Ægisgarð tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021
Söluhús við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá!
7. október 2021
Húsnæðiskostur & híbýlaauður-Samtal
Verkefnið Húsnæðiskostur & híbýlaauður hlaut styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar fimmtudaginn 30. september sl. Í tilefni þess munu styrkþegar eiga samtal um verkefnið þriðjudaginn 8. október kl. 20.30 í Grósku.
5. október 2021

Skattakynning Myndstefs - fyrir höfunda sjónlistaverka
Þann 1. janúar 2020 tóku gildi breytt skattalög sem fólu í sér að greiðslur vegna seinni afnota höfundavarinna verka eru fjármagnstekjuskattskyldar (22%) en ekki tekjuskattaðar (31,45 – 46,25%), eins og áður fyrr. En hvað þýðir þetta? Myndstef stendur fyrir kynningu á þessum lögum og reglum þann 21. október kl. 16.
4. október 2021

JARÐSETNING – íslensk heimildamynd um endalok og nýtt upphaf í manngerðu umhverfi frumsýnd á RIFF
Laugardaginn 2. október kl. 17 verður heimildamyndin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt frumsýnd í Bíó Paradís. Með aðalhlutverk í myndinni fer stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu, sem rís á sjöunda áratugnum í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Endalok framtíðarbyggingar á endastöð hugmynda um einnota byggingar.
30. september 2021

Göngu- og hjólavænt borgarumhverfi
Námskeið um göngu- og hjólavænt borgarumhverfi á vegum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í samstarfi við meistaranám í skipulagsfræði við sama skóla. Kennari á námskeiðinu er Harpa Stefánsdóttir arkitekt og dósent í skipulagsfræðum við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU).
27. september 2021

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði
27. september 2021

Vekjum athygli á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir samfélagið
Aldrei of oft sagt að hönnun og arkitektúr gegnir lykilhlutverki til búa hér til sjálfbært samfélag byggt á hönnun, hugviti og nýsköpun.
23. september 2021

Ráðstefna um hönnun skólabygginga sem tæki til menntaumbóta
21. september 2021

Úthlutun og Haustfagnaður AÍ - Takið daginn frá!
22. september 2021

Þetta er allt saman hannað
„Við stöndum á tímamótum, þar sem við þurfum að hanna allt upp á nýtt. Hringrásarhagkerfið felur í sér samvinnu, samnýtingu og samþættingu þvers og kurs um samfélagið. Lykilorðið er hönnun og arkitektúr kerfa og bygginga.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni skrifar. Greinin birtist fyrst á Vísir.is
21. september 2021

Norræn vefráðstefna um vistvæna mannvirkjagerð
21. september 2021

Húsnæðispólitík og arkitektúr
Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt fjallar um stefnu stjórnmálaflokkanna í húsnæðismálum. Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.
21. september 2021

Framtíðarráðuneyti?
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Kristján Örn Kjartansson, arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs skrifar.
17. september 2021

Framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun
Í sumar fór fram stefnumót hönnuða og arkitekta þar sem markmiðið var að skerpa fókus, skilgreina helstu áherslusvið og móta markvissar tillögur um aðgerðir til að kynna fyrir stjórnmálafólki vegna kosninga til Alþingis. Samhljómur var um áherslurnar og að Ísland eigi mikinn og vaxandi mannauð með mikla þekkingu og reynslu sem má virkja betur.
16. september 2021

Af ást til alþingis
Hvernig ætlum við að skipuleggja þetta land? Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt FAÍ og nefndarmaður í laganefnd Arkitektafélags Íslands skrifar.
15. september 2021

Arkitektúr og pólitík
Bjarki Gunnar Halldórsson segir mikilvægt að huga að því hvernig hið pólitíska landslag birtist í umhverfi okkar.
15. september 2021


