
Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021
Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.
21. júní 2021

Áhugaverð sumarnámskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá LHÍ
Listaháskóli Íslands býður upp á spennandi úrval sumarnámskeiða í ár með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og kostar hvert námskeið aðeins 3.000 kr. Námskeiðin eru ýmist til ECTS eininga eða án eininga og opin öllum 18 ára og eldri, lengd námskeiða er allt frá tveimur dögum í lengri námskeið.
21. júní 2021

„Á meðan við getum ekki gert þessar tilraunir í raunheimum, þá þurfum við að gera það í sögunum„
Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, stofnandi arkitektastofunnar s.ap ræðir viðfangsefni sín, samtímann og áleitnar spurningar, heildræna hugsun á stórum og smáum skala, hringrásarhönnun - og ímyndunaraflið í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
20. júní 2021

Nýtt stjórnarfyrirkomulag samþykkt á aðalfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram þann 10. júní síðastliðinn í nýjum húsakynnum Miðstöðvarinnar í Grósku. Undir fundinn var borið nýtt stjórnarfyrirkomulag Miðstöðvarinnar og HönnunarMars sem var einróma samþykkt á fundinum.
18. júní 2021

HuldaJóns Arkitektúr, Sastudio og Exa nordic hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti
HuldaJóns Arkitektúr, Sastudio og Exa nordic hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Alls bárust 10 tillögur í samkeppnina sem haldin var af Garðabæ í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Verðlaunaafhending fór fram þriðjudaginn 8. júní í Garðbæ.
9. júní 2021

Hönnun fyrir alla hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við List fyrir alla hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar. Um er að ræða framleiðslu á stuttu og vönduðum þáttum, kennsluefni um hönnun og arkitektúr sem miðast að börnum og ungmennum.
28. maí 2021

Litaspjald sögunnar
28. maí 2021

Leiðsögn um nýjasta borgarhluta Reykjavíkur
28. maí 2021

Forval vegna hönnunar um skipulag og hönnun útsýnissvæðis við snjóflóðavarnargarðanna á Bjólfi
Múlaþing auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar við snjóflóðavarnargarða á fjallinu Bjólfi sem er í Seyðisfirði. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
26. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 4: Arnhildur Pálmadóttir
DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælandi fjórða þáttar er Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, stofnandi arkitektastofunnar s.ap.
23. maí 2021

HönnunarMars á Norðurlöndunum
HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Markmiðið er að leiða saman hönnuði frá Íslandi og Norrænu höfuðborganna í áhugavert samtal um hönnun og arkitektúr og þar með skapa hátíðinni erlendan vettvang í samstarfi við sendiráðin og erlenda samstarfsaðila.
22. maí 2021

Valdar úr hópi umsækjanda til að hanna fjölbýlishús fyrir Félagsbústaði
Stúdíó Arnhildar Pálmadóttur og Teiknistofan Stika ásamt Birtu Fróðadóttur valdar úr hópi umsækjanda til að hanna fjölbýlishús fyrir Félagsbústaði.
20. maí 2021

Tölum um gæði
Stjórn Arkitektafélags Íslands, Sigríður Maack, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifa um að gæði í arkitektúr séu sjálfsögð fyrir alla.
18. maí 2021

HönnunarMars breiðir úr sér í maí
Dagskrá stærstu hönnunarhátíðar landsins er komin í loftið með um 80 sýningum sem endurspegla einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum í öflugu samstarfi við nýsköpunargeirann, atvinnulífið, sendiráð Íslands út í heimi svo fátt eitt sé nefnt.
10. maí 2021

Námskeið í þrívíddarprentun í leir
Myndlistarskólinn í Reykjavík er með stutt og hnitmiðað námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Námskeiðið hefst 17. maí og stendur yfir í 7 daga. Kennari er myndlistarkonan María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir.
6. maí 2021




