
Nýr kjarasamningur tók gildi 1. maí
3. maí 2021

Kjarasamningur samþykktur af félasmönnum AÍ og SAMARK
21. apríl 2021

Ertu laus? Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að starfsmanni í tímabundið starf háð ráðningarstyrk
Um er að ræða 6 mánaða starf þar sem vinna við HönnunarMars vegur þyngst og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti fyrirspurnum og umsóknum á info@honnunarmidstod.is. Frestur til mánudagsins 26. apríl 2021.
20. apríl 2021

Námskeið um uppbyggingu ferðamannastaða
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnu um uppbyggingu ferðamannastaða en námskeiðið er í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða. Það fer fram 20. apríl milli 10-15 og námsstefnustjóri er Anna María Bogadottir arkitekt.
8. apríl 2021

Kynningarfundur á nýundirrituðum kjarasamningi
7. apríl 2021

Hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog
Hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog hefur nú verið auglýst á vef Ríkiskaupa, en brúin er hluti af fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar. Um framkvæmdasamkeppni er að ræða fyrir útlit og hönnun brúarinnar en hún verður einungis ætluð almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Skilafrestur er til kl. 12:00 þann 21.maí.
7. apríl 2021

Starfslokanámskeið - upptaka nú aðgengileg
25. mars 2021

Sjálfbær stefnumörkun - rafrænn fyrirlestur 25. mars
David Quass, Global director brand sustainability hjá Adidas heldur rafrænan fyrirlestur um sjálfbæra stefnumörkun hjá vörumerkjum. Fundurinn fer fram 25. mars milli kl. 9 - 10 og fundarstjóri er Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.
22. mars 2021

Dagur Eggertsson arkitekt með opinn fyrirlestur í LHÍ
Dagur Eggertsson arkitekt heldur opinn fyrirlestur í arkitektúrdeild og hönnunardeild miðvikudaginn 17. mars kl. 12:15 – 13:00 á Microsoft Teams. Dagur hóf nýlega störf sem gestaprófessor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá Arkitektaskólanum í Osló árið 1992 og Tækniháskólanum í Helsingfors 1997.
17. mars 2021








